Heim / Styrkumsóknir
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Styrkumsóknir

eSports.is fær reglulega styrkbeiðnir frá liðum í hinum ýmsum tölvuleikjum og hefur verið reynt að styrkja þessi lið að bestu getu með ýmsum leiðum.  Öll vinna í kringum vefinn á vegum eSports.is er unnin í sjálfboðavinnu, sem gefur augaleið að ekki eru miklir peningar í gangi.  eSports.is vinnur markvisst að þeirri stefnu að auka áhuga fyrir aukinni spilamennsku í hinum ýmsum leikjum.

Hér að neðan er það sem eSports.is getur gert fyrir þig og þitt lið.

Banner á forsíðu eSports.is (150×90)
Liðin geta ráðstafað bannerinn að eigin vild, fengið styrk hjá öðrum fyrirtækjum með loforð um banner á forsíðu esports.is.  Fleiri en einn banner, þarf að skoða sérstaklega, en það felst þá í því að meðlimir verða enn meiri virkir hér á eSports.is.

Skilyrði:

Nr. 1
– Liðin þurfa að senda tölvupóst ([email protected]) eða hafa samband við Chef-Jack og senda url á online mótið sem viðkomandi lið er í og sýna árangur liðsins í mótinu.

Nr. 2
– Allir meðlimir liðsins þurfa að vera virkir á spjallinu, stofna til umræðu og aðstoða aðra á spjallinu.

Nr. 3
– Liðin þurfa að vera með eSports.is í keppnum (Mega líka vera með á öðrum stundum, public, scrimmum, því meira því betra – Sjá mynd).  Ef ekki er spilað í gegnum Steam að stofnuð verður eSports.is grúppa í viðeigandi leik (senda username og password á Chef-Jack).  Hægt er að hafa sitt eigið clan-tag, en það þyrfti þá að vera fyrir aftan nickið (Sjá mynd)

Nr. 4
– Liðin setja esports.is sem heimasíða í uppl. á viðeigandi keppnis-heimasíðum. (Þ.e. ef liðin eiga ekki sínar eigin heimasíður)

Nr. 5
– Senda inn upplýsingar um liðið, þ.e. nafn á liði og nick á öllum meðlimum.  Þessar upplýsingar verða settar hér inn að neðan.

Athugið að hver styrkumsókn er skoðuð á mánaðar millibili, virkni meðlima á spjallinu, velgengni liðsins á mótinu osfr. Styrkurinn verður afturkallaður án fyrirvara ef ástæða þykir til.

Öll þessi skilyrði sem liðin þurfa að uppfylla kostar ekki pening, heldur einungis smá sjálboðavinna líkt og öll vinna er í kringum eSports.is.

Svara