Eins lengi og ég man eftir mér,
skrifar Samúel Karl Ólason á Leikjavísi,
hefur ákveðin bölvun legið yfir tölvuleikjum sem gerðir eru eftir kvikmyndum. Langflestir þeirra hafa einfaldlega verið hræðilegir. Þó eru auðvitað til undantekningar eins og Spider-man 2, Goldeneye og nú Mad Max.
Leikurinn fjallar um Max Rockatansky og ferðir hans um auðnina sem heimurinn varð að eftir að vatnið kláraðist og heimsstyrjöld skall á. Myndin byggir ekki á sögu kvikmyndarinnar Mad Max: Fury Road heldur styðst hann við sama söguheim.
Mad Max kemst í hann krappann og missir allt sitt í hendur stríðsherrans Scabrous Scrotus, sem Max særir þó illilega. Þá hittir hann fyrir bifvélavirkjann Chumbucket, sem er skringilega líkur Gollum, og saman vinna þeir að því að byggja hinn fullkomna bíl. Bílinn ber nafnið Magnum Opus og er mögulegt að breyta honum á mikla vegu, bæði að utan sem og undir húddinu. Hins vegar ber að hafa í huga að það að setja gadda utan á bílinn, getur haft áhrif á þyngd hans og akstur.
Þetta og nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefsíðu visir.is með því að smella hér.
Skrunið niður fyrir gameplay vídeó.
Mad Max Gameplay vídeó
Myndir: playstation.com