[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Nýjustu fréttir
    Heim / Liðin / Arnór „feltoN“ Ingvi Traustason
    Nýr þáttur alla miðvikudaga

    Arnór „feltoN“ Ingvi Traustason

    Arnór Ingvi Traustason.

    Aldur: 23

    Fæddur: Keflavík „93

    Atvinna: Atvinnumaður í knattspyrnu, spilar með SK Rapid Wien í Austurríki.

    Nick: feltoN

    Matchmaking rank: Global Elite.

    Lið: PandaX gaming

    Hvenær byrjaðir þú að spila Counter-Strike og afhverju? Ég byrjaði að spila CS 1.6 þegar ég var 16 ára með Lúkasi vini mínum. Á suðurnesjunum var mikil Counter-Strike menning og spiluðu mjög margir strákar á aldrinum 12-25 ára Counter-Strike á eitthverjum tímapunkti t.d mátti oft sjá byrjunarlið Keflavíkur í fótbolta á IceLan sem var netkaffi á Hafnargötu.

    Fylgist þú með íslensku CS:GO menningunni í dag?  Já ég geri það, ég sit á bekknum hjá félögum mínum í PandaX gaming og stekk stundum inn í þegar vantar og ég hef tíma. Ég spilaði nokkra leiki með þeim í þar seinustu Tudda netdeild og í ESEA.

    Hvað með pro senunni í CS:GO fylgist þú með eitthverju sérstöku liði? Ég er mikill NiP aðdáandi og horfi af og til á leiki með þeim, mér leist ekkert á blikuna þegar allu var hjá mínum mönnum. En loksins eru þeir að koma tilbaka og eru víst rank þrjú hjá hltv.org í heiminum.

    Eru fleiri í Íslenska landsliðinu í fótbolta að spila tölvuleiki? Já strákarnir spila mikið t.d eins og FIFA, NBA2k og Football manager, einnig veit ég að Jóhann Berg var goðsögn í 1.6 og mætti víst nokkrum sinnum á Skjálfta. JB hefur talað um það að honum langar að detta í spil með stráknum en hann er algjör byrjandi og þyrfti ég því góðar börur til þess að bera hann.

    Mús: Steelseries Rival

    Lyklaborð: Apex m800 Steelseries

    Motta: Steelseries QcK+

    Graphics settings: Widescreen 16:10 1280×800 og allt í low.

    Sensitivity: 1.7 ingame og 800 dpi

    Eitthvað að lokum? Bara takk fyrir mig og haldið áfram að efla íslenska samfélagið í CS:GO, hlakka til að sjá íslenskt lið spila á stórmóti.

     

    Um TurboDrake

    Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið thorirv@esports.is

    Svara

    Netfang verður ekki birt

    x

    Check Also

    Sony Interactive Entertainment (SIE) - Logo

    Sony bætir í vopnabúrið: Keyptu 9 tölvuleikjafyrirtæki fyrir yfir 4 milljarða dala

    Á undanförnum fjórum árum hefur ...