Heim / Movies og klippur frá Íslenskum spilurum / Átt þú gamalt og gott og/eða nýtt íslenskt myndband? | Láttu okkur þá vita
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Átt þú gamalt og gott og/eða nýtt íslenskt myndband? | Láttu okkur þá vita

youtube_ras_esports

Eins og mörgum er kunnugt um þá var eSports.is með eitt stærsta downloadsvæði fyrir íslenska tölvuleikjaspilara þar sem hægt var að downloada allt sem tengdist tölvuleiki og myndbönd, en í byrjun árs 2012 var downloadsvæðið lagt niður. Eitt af því sem margir spilarar söknuðu sem mest, þ.e. miðað við þann fjölda tölvupósta frá notendum voru myndböndin sem að íslenskir tölvuleikjaspilarar gerðu sem sýndu snilldartakta hjá hundruðum spilurum.

Nú hefur eSports.is stofnað Youtube rás þar sem gömlum sem nýjum myndböndum verður uploadað inn á svo hægt yrði að hafa öll myndböndin á einum stað og verður hvert myndband vel merkt þeim sem eiga og gerðu myndböndin og vísað í þeirra youtube rásir ofl.

Í hvert skipti sem að myndband verður uploadað þá verður fjallað sérstaklega um það myndband sem kemur til með að birtast á forsíðu eSports.is.

Ef þú átt gamalt og gott íslenskt myndband og/eða ný myndbönd í hvaða tölvuleik sem er og vilt leyfa eSports.is njóta, þá vinsamlegast hafið samband hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...