Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda.
Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,
segir Melína Kolka Guðmundsdóttir í samtali við visir.is, en Melína er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á visir.is með því að smella hér.
Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]