Muffin-King sendi inn myndband í keppnina Only in Battlefield 3, en myndbandið fær ekki inngöngu vegna þess að það er frá íslandi. Ástæðan er að Ísland er ekki á lista yfir þær þjóðir sem mega keppa.
„Maður þekkir þetta hvað varðar að Ísland megi ekki taka þátt í hinu og þessu, smá þreytt en svona er þetta víst“, sagði Muffin-King í samtali við eSports.is, aðspurður um hvernig gangi í keppninni.
Hér að neðan er myndbandið sem Muffin-King vakti athygli á spjallinu nú á dögunum:
Þeir sem vilja, geta lesið sig til um í reglunum hér, en mótið endar 12. september. Hver veit nema einhver sendi inn kvörtunabréf fyrir hönd Íslands?
Samsett mynd: battlefield.com