Heim / Console leikir / Hætta sölu á Concord vegna lélegrar þátttöku – „þetta er eitt allra versta stórslys í tölvuleikjasögunni“
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Hætta sölu á Concord vegna lélegrar þátttöku – „þetta er eitt allra versta stórslys í tölvuleikjasögunni“

Hætta sölu á Concord vegna lélegrar þátttöku - "þetta er eitt allra versta stórslys í tölvuleikjasögunni"

Leikurinn Concord

Sony hefur ákveðið að taka Concord, nýjasta PlayStation-leikinn þeirra niður þann 6. september næstkomandi vegna slæmra sölu á leiknum. Hér er um að ræða fyrstu persónu skotleikurinn sem kom eingöngu á PS5 og PC 23. ágúst s.l.

Concord náði einungis 697 spilara til að spila leikinn á sama tíma á Steam, sem er töluvert lægra en leikurinn Hringadróttinssögu: Gollum þegar hann kom út, en hann fékk á sínum tíma þann hræðilega titil, versti leikur ársins 2023.

„Við höfum ákveðið að taka leikinn niður frá og með 6. september 2024 og kanna þá valkosti hvort hægt sé að ná betur til leikmanna.  Á meðan við erum ákveða næstu skref þá mun sala á Concord hætta og við bjóðum endurgreiðslu til alla leikmenn sem hafa keypt leikinn fyrir PS5 eða PC.“

Segir framkvæmdastjóri Concord, Ryan Ellis, í tilkynningu frá PlayStation.

„Þessi leikur var 8 ár í framleiðslu og ég sá einhverstaðar að áætlaður framleiðslukostnaður leiksins væri í kringum 250 milljónir dollara! þetta er eitt allra versta stórslys í tölvuleikjasögunni.“

Skrifar einn netverji í facebook hópinn Tölvuleikir – Spjall fyrir alla.

Concord Gameplay

Luke Stephens fjallar um að Concord hættir

Mynd: playstation.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]