Heim / . / CSGO King of Nordic að byrja á Íslandi skráning hafin!
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

CSGO King of Nordic að byrja á Íslandi skráning hafin!

Loksins, loksins!

Nú er King of Nordic loksins komið til Íslands og munum við halda vikulega forkeppnir á sunnudögum og ef tíminn er naumur þá klárum við á mánudögum. Það lið sem vinnur Íslensku forkeppnina keppir fyrir Íslands hönd í King of Nordic sem er haldið á föstudögum við þau lið sem vinna sínar forkeppnir í Svíþjóð, Danmörk, Finnlandi og Noreg. Leikirnir verða sýndir inná twitch síðu King of Noridc www.twitch.tv/kingofnordic og má búast við umfjöllun á HLTV.org og mörg þúsund manns að horfa á! Alls verða þetta 10 þættir hjá King of Nordic og auðvitað fylgjum við með 10 íslenskum forkeppnum.                                                               14712645_1256649724385438_7479964104863873678_o

  • Allir geta tekið þátt í King of Nordic. Hugmyndin snýst um að skapa góða og skipulagða ramma fyrir áhugamenn um eSports á norðurlöndum og auðvitað kostar ekkert að taka þátt.
  • Reglurnar eru einfaldar í íslensku forkeppninni og fylgjum við algjörlega Tudda online reglunum sem er hægt að finna inná www.1337.is – allir leikir eru bo1 nema úrslitaleikurinn er bo3.
  • Það lið sem vinnur ÍKON = Íslensku forkeppni King of Nordic þarf að kynna sér reglur KON og fylgja þeim.

Skráningin er hafin inná www.1337.is og byrjum við klukkan 18:00 á sunnudaginn, ef við förum yfir 16 liða skráningu þá klárum við á mánudeginum á sama tíma.

Prize pool fyrir King of Nordic

  1. sæti 5.000 sænskar krónur eða í kringum 64.000ISK.

Ef sama lið vinnur tvær vikur í röð er það sama upphæð í verðlaun, EN ef lið vinnur 3 vikur í röð eru verðlaunin 25.000 sænskar eða í kringum 322.000ISK. Nú er bara byrja æfa sig! Og sýna svíjum, dönum, norsurum og finnum að við erum norðrið! #WEARETHENORTH2fec8d045d5c31f1703508a8b5ce807df9768063393bdb609epimgpsh_fullsize_distr

– Þórir Viðarsson

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...