
Fréttamaður ætlaði að endurheimta lykilorðið og hefur beðið eftir pósti frá heimasíðunni í nær eina klst. og enn ekki borist. Gæti verið mikið álag á heimasíðunni.
Skráning er hafin á lanmótið HRingurinn, en tölvuleikjasamfélagið mun hertaka Háskóla Reykjavikur 8. – 10. ágúst næstkomandi.
Tæp 1000 manns tóku þátt í könnunni um hvaða leikir verða spilaðir á HRingnum 2014 og niðurstaðan er þessi og keppt verður í eftirfarandi leikjum: Counter-Strike: Global Offensive, Defense of the Ancients 2, Hearthstone: Heroes of Warcraft og League of Legends.
Skráning fer fram á vefsíðunni: www.hringurinn.net
Mynd: skjáskot úr myndbandi.