Close Menu
    Nýjar fréttir

    Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

    16.06.2025

    Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025

    15.06.2025

    Next Level Racing kynnir háþróaðan flughermi með formlegu leyfi frá Microsoft Flight Simulator

    15.06.2025

    Guardians of the Wild Sky býður upp á töfrandi ævintýri í stórbrotinni náttúru – Nýr trailer

    14.06.2025
    1 2 3 … 247 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Tölvuleikir»Sögusagnir um „Rainbow Six Siege 2“ magnast – verður leikurinn kynntur í febrúar?
    Spurningarmerki
    Tölvuleikir

    Sögusagnir um „Rainbow Six Siege 2“ magnast – verður leikurinn kynntur í febrúar?

    Chef-Jack06.02.20252 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Spurningarmerki

    Nýjasta slúðrið er að franska tölvuleikjafyrirtækið Ubisoft undirbýr opinbera kynningu á framhaldsleiknum Rainbow Six Siege 2 á Six Invitational 2025 keppninni, sem haldin verður dagana 14.–16. febrúar næstkomandi í MGM Music Hall í Fenway í Boston.

    Þessi viðburður markar tíu ára afmæli upprunalega Rainbow Six Siege, sem kom út árið 2015, og telja margir að þetta sé kjörið tækifæri fyrir Ubisoft að kynna framtíð leikjaseríunnar.

    If you’re in the leak server, the cat is out of the bag.

    Siege 2 will be releasing sometime in the future.
    I was wrong about ‘Year 10 being Siege X’.

    Siege 2 IS Siege X.

    — ‘ (@fraxiswinning) February 5, 2025

    Það er notandi að nafni „fraxiswinning“ á X sem uppljóstrar þessu, en hann hefur áður veitt áreiðanlegar upplýsingar um Rainbow Six Siege og aðra leiki Ubisoft, þar á meðal Assassin’s Creed.

    Samkvæmt heimildum, eftir góða og laaaaanga leit á veraldarvefnum, þá mun Rainbow Six Siege 2 bjóða upp á stórfelldar breytingar, þar á meðal:

    • Nýja og betrumbætta leikjavél sem mun auka frammistöðu og bæta grafík verulega.
    • Nýjungar í leikjaumhverfi og spilun, en þó með áframhaldandi áherslu á taktíska spilun sem gerði fyrsta leikinn svo vinsælan.

    Aðdáendur eru spenntir en varkárir

    Þótt margir aðdáendur hafi tekið fréttunum með mikilli eftirvæntingu, er enn óljóst hvort Ubisoft muni staðfesta eða afsanna þessar sögusagnir áður en Six Invitational 2025 hefst.  Margir vonast til að leikurinn viðhaldi því sem gerði fyrsta Rainbow Six Siege svona vinsælan, en á sama tíma bæti við nýjungum sem endurnæra leikinn og gera hann samkeppnishæfan í nútíma leikjaheimi.

    Á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum munu aðdáendur fylgjast grannt með öllum fréttum frá Ubisoft, sérstaklega í aðdraganda Six Invitational 2025.

    Við munum halda áfram að fylgjast með málinu og flytja nýjustu fréttir um þróun Rainbow Six Siege 2 um leið og þær berast.

    Assassin's Creed Rainbow Six Siege Rainbow Six Siege 2 Six Invitational Ubisoft
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

    16.06.2025

    Next Level Racing kynnir háþróaðan flughermi með formlegu leyfi frá Microsoft Flight Simulator

    15.06.2025

    Guardians of the Wild Sky býður upp á töfrandi ævintýri í stórbrotinni náttúru – Nýr trailer

    14.06.2025

    Nintendo Switch 2 slær sölumet – Á innan við viku voru yfir 3,5 milljón vélar komnar í hendur neytenda

    13.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.