Heim / . / Tuddinn umferð 3 úrvalsdeild – Turbo talar!
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Tuddinn umferð 3 úrvalsdeild – Turbo talar!

CAZ esports vs Dux Bellorum

CAZ eSports

CAZ eSports

Dux Bellorum

Dux Bellorum

Góður leikur hér á ferð, að mínu mati ættu CAZ esports að taka þennan leik en Dux Bellorum hafa oft hrekkt „stóru“ liðin. Sem dæmi sigruðu þeir Seven á seinasta Tudda lani og Vordeild Tuddans 2016 spiluðu þeir við Warmonkeys og endaði sá leikur 28-25 fyrir Warmonkeys. Bæði lið ættu að vilja spila mirage, cache jafnvel train en ég spái því að þetta endi í mirage. CAZ esports hafa verið að spila mjög mikið uppá síðkastið og unnið lið einsog WORTEX frá svíþjóð og næsta besta liðið frá Polandi Pride. Ég spái CAZ esports sigri en alls ekki auðveldur sigur. MVP thorsteinnF

16-12 fyrir CAZ esports 

Paria vs iDE

Team Paria

Team Paria

iDontEven

iDontEven

0-2 hjá báðum lið. Strákarnir í Paria eru komnir með nýtt lineup og er byythewayy farinn í Rónar Reykjavíkur og mættur er snorrz og KINKY. Ég spái samt sem áður Paria sigri í þessari viðureign, bæði lið vilja spila líklega cache og mirage. iDontEven eru hungraðir í sinn fyrsta sigur en hann kemur ekki í þessari umferð. MVP EddezeNNN

 

16-8 fyrir Paria

Rónar Reykjavíkur vs VECA.Tek

Rónar Reykjavíkur

Rónar Reykjavíkur

VECA

VECA

Ekki spurning að þetta er leikur 3 umferðar. Hér eru tvö CS:Source lið á ferðinni og get ég lofað ykkur að þessi verður spennandi. VECA vill klárlega spila cbble og mirage, spurningin er hvað Rónar vilja spila, rónar hafa einungis spilað cache hingað til og verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp í erminni. Ég spái að VECA taki þennan leik en bæði lið fara í tvöfalda tölu. MVP alleh

 

16-11 fyrir VECA

Exile vs seven.Tölvutek

Exile

Exile

Seven

Seven

Hérna höfum við nýja leikmenn í Exile þá eSPIE, TMZY og inyourmind. Hópurinn er stór hjá Exile og ef þeir tefla fram sýnu besta liði fram þá held ég alveg að þeir eigi möguleika í íslandsmeistarana í Seven. Ég væri til í að sjá dozen, TMZY, eSPIE, inyourmind og steinza þennan leik. Bæði lið ættu að vilja spila mirage, cbble og jafnvel nuke. Ef Exile tefla sýnu besta liðið fram er ekki spurning að Seven meiga ekki mæta í þennan leik og hafa það í huga að þetta verður auðvelt. Ég spái fyrsta upset-inu í mótinu og held ég að Exile sigri þennan leik.. en ekki nema með smá heppni, nokkrum clutches og helst báðum pistols. MVP TMZY

16-14 fyrir Exile

 

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

DUO Fortnite Krakkamót

DUO Fortnite Krakkamót

Sunnudaginn 22. desember verður haldið ...