Kingdom Come: Deliverance 2 hefur slegið í gegn á útgáfudegi sínum með yfir einni milljón seldra eintaka á fyrsta degi. Þessi miðaldar-hlutverkaleikur frá Warhorse Studios var gefinn út fyrir PC, PlayStation 5 og Xbox Series X|S.
Þegar leikurinn var í hámarki á Steam spiluðu 160.140 manns í einu.
Á sama tíma hefur Helldivers 2, sem hlaut verðlaun fyrir besta fjölspilunarleik og besta áframhaldandi leik á The Game Awards 2024, fengið aukna athygli eftir útgáfu Omens of Tyranny uppfærslunnar. Eftir að uppfærslan kom út náði leikurinn nýjum vinsældum með tæplega 133.324 samtímis spilurum.“
Þrátt fyrir að báðir leikirnir hafi náð góðum árangri hefur Kingdom Come: Deliverance 2 náð að selja meira en Helldivers 2 á útgáfuvikunni sinni, sem undirstrikar vinsældir miðaldar-hlutverkaleiksins meðal spilara.
Þegar þetta er skrifað þá hefur Kingdom Come: Deliverance 2 skotist upp í hóp fimm vinsælustu leikjanna á Steam, eins og sjá má hér.
Myndir: kingdomcomerpg.com / Steam