[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / NLG – Blue stefnir á sigur – Hverjir geta stöðvað þá í úrslitunum?
Auglýsa á esports.is?

NLG – Blue stefnir á sigur – Hverjir geta stöðvað þá í úrslitunum?

PlayerUnknown's Battlegrounds - PUBG

NLG – Blue stefnir á sigur – Hverjir geta stöðvað þá í úrslitunum?

Með glæsilegri frammistöðu tryggði NLG – Blue sér sigur í síðustu umferð Íslensku PUBG deildarinnar, en spennan var þó hvað mest í neðri hlutanum þar sem nýtt útsláttarfyrirkomulag var kynnt til sögunnar.

Með 20 lið skráð í keppnina, hættu tvö lið við og tóku ekki þátt, en tvö lið féllu úr keppni. Eftir standa 16 lið sem munu keppa til sigurs sunnudaginn 9. mars. Við óskum öllum þeim sem komust áfram innilega til hamingju.

Lineup hjá NLG – Blue:

 Jengah
 JellyFizhH
 JonCjr
 s1nic

Sérstakar þakkir fá allir þeir sem gáfu sig í hlutverk lýsenda í þetta skiptið. Framganga þeirra var svo eftirtektarverð að það kæmi ekki á óvart ef einhverjir þeirra fengju tilboð frá útvarpsstöðvum landsins á næstunni.

Sagði einn af stjórnendum deildarinnar, Namano_10, í tilkynningu.

Íslenska PUBG deildin - 2, mars 2025

Hér má sjá heildarstigin úr PUBG móti gærkvöldsins, 2. mars 2025.

PUBG deildin tekur upp nýtt ABC fyrirkomulag

Nýtt ABC fyrirkomulag hefur verið tekið upp í PUBG deildinni og setur það spennandi nýja stefnu í mótahaldi.

Fyrsta umferð fór fram í gær sunnudaginn 2. mars og spilaði hvert lið sex leiki í leikjakerfinu ABCDEF.

Úrslitin ráðast sunnudaginn 9. mars kl. 20:00 þegar 16 bestu liðin eigast við í lokaviðureign mótsins.

Mynd: pubg.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Team Falcons

PUBG Soniqs verður Team Falcons – undirbúa sig af krafti fyrir spennandi keppnisár

Miklar breytingar hafa átt sér ...