Twitch undir forystu Dan Clancy forstjóra hefur opinberað framtíðarsýn sína fyrir árið 2025 með ítarlegu bréfi til samfélagsins. Áhersla verður lögð á að styrkja stöðu streymara, efla samfélag Twitch og bæta notendaupplifun bæði á vef og í farsímum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá twitch.tv.
Endurskoðun 2024: Styrking samstarfs og aukin tekjumöguleikar
Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Twitch, þar sem lykilverkefni eins og Creator Clubs voru hleypt af stokkunum til að auðvelda samstarf milli streymara. Jafnframt voru fjárfestingar í samstarfi á borð við Stream Together og Shared Chat auknar. Þá var Plus Program endurbætt til að veita streymurum betri hlutfallslega hlutdeild í tekjum sínum, sem leiddi til fjórföldunnar í fjölda samstarfsaðila sem nýttu sér bætt kjör.
Ný kerfi fyrir 2025: Tekjur, áhorf og upptökur
Samstarf og auknar tekjur: Twitch hyggst auðvelda samstarf milli streymara með því að kynna Shared Hype Trains og möguleika á sameiginlegum áskriftarmarkmiðum. Einnig verður hægt að stjórna sameiginlegum spjall-fundum beint úr farsímaappinu, sem einfaldar samskipti í raunheimum.
Bætt áhorf í farsímum: Með nýju Enhanced Broadcasting kerfi verður hægt að streyma bæði lárétt og lóðrétt efni, allt eftir staðsetningu símans. Þá verður unnið markvisst að því að bæta leit og uppgötvun efnis með hraðari hleðslu og betri gæðum efnis sem boðið er upp á.
Öflugri klippuforrit: Twitch mun gera það auðveldara að búa til, klippa og deila klippum með áherslu á sjálfvirka greiningu á hápunktum streymis. Þannig geta streymarar deilt bestu augnablikunum sínum strax að lokinni útsendingu.
Opnun tekjumöguleika: Frá og með 2025 fá flestir streymarar aðgang að áskriftum og Bits frá fyrsta degi, sem gerir nýjum streymurum kleift að hefja tekjuöflun strax.
Spons og samstarf: Twitch mun kynna nýtt kerfi sem auðveldar samskipti milli streymara og vörumerkja, sem og nýjar leiðir fyrir styrktarsamstarf, þar á meðal útvíkkun á Sponsored Subscriptions.
Viðburðir og samfélagsstuðningur
Twitch ætlar að halda úti fleiri kynningum á borð við afslætti á áskriftum. Fyrsta kynning ársins var 27. til 31. mars með 35% afslætti af gjafaáskriftum (bundles af 5 eða fleiri).
Einnig verður kynnt ný aðgerð þar sem áhorfendur geta brugðist við ákveðnum augnablikum í streymi með Bits og þannig skapað sérstakar sameiginlegar stundir.
Samfélagsstuðningur: Unity Guilds og Ambassadors
Á árinu 2024 óx þátttaka í Unity Guilds um 142%, og 2025 verður þessari þróun haldið áfram með fjölgun tungumála og auknu aðgengi fyrir streymara víðs vegar að úr heiminum. Þá verður Ambassador áætlunin tvöfölduð með áherslu á vöxt í svæðum eins og Suður-Ameríku (LATAM).
Öryggi og skýrar reglur
Endurbætur á skráningu brota: væg brot fyrnast með tímanum, á meðan alvarleg brot verða áfram varðveitt í kerfinu. Þá verður streymurum veitt betri yfirsýn yfir þær aðgerðir eða ummæli notenda sem leiddu til brota.
Jútúbarinn Zach Bussey fjallar ítarlega um helstu breytingarnar sem boðaðar hafa verið í meðfylgjandi myndbandi:
Þessi frétt er unnin upp úr ábendingu frá meðlimi í Facebook-hópnum Tölvuleikir, mót & fréttir.
Mynd: Twitch.tv