Heim / PC leikir / Aðdáendur endurgera Half-Life
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Aðdáendur endurgera Half-Life

Bandaríski tölvuleikjaframleiðandinn Valve tilkynnti um helgina að uppfærð útgáfa af tölvuleiknum Half-Life væri væntanlega í þessum mánuði. Síðustu átta ár hafa aðdáendur Half-Life unnið að uppfærslunni en Valve gaf út sérstök forrit sem einstaklingar gátu notað til að endurforrita leikinn, en frá þessu er greint frá á fréttavefnum visir.is.

Half-Life, sem er fystu persónu skotleikur, kom út í nóvember árið 1998 en útgáfa hans er sögð hafa markað vatnaskil í tölvuleikjaiðnaðinum í Bandaríkjunum. Vinsældir Half-Life voru gríðarlegar og hefur hann selst í tugmilljónum eintaka.

Uppfærslan er kölluð Black Mesa. Saga, graffík og eðlisfræði tölvuleikjarins hefur verið uppfærð en með uppfærslunni vill Valve ná til nýs markhóps.

Öllum stendur til boða að spila Black Mesa — sér að kostnaðarlausu — en hann verður formlega gefin út 14. september næstkomandi.

Heimasíða: www.blackmesasource.com

Mynd: Skjáskot af vef blackmesasource.com

Greint frá á visir.is

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

PlayerUnknown’s Battlegrounds - PUBG - Logo

Skráning hafin fyrir næsta PUBG mót – Búið er að fínstilla alla servera

Næsta online mót í leiknum ...