[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Aðdáendur TF2 skiluðu ótrúlegum verkum á aðeins 72 klukkustundum
Auglýsa á esports.is?

Aðdáendur TF2 skiluðu ótrúlegum verkum á aðeins 72 klukkustundum

Aðdáendur TF2 skiluðu ótrúlegum verkum á aðeins 72 klukkustundum - Team Fortress 2

Aðdáendur Team Fortress 2 sýna enn á ný einstaka hæfileika í hönnun og listsköpun í 72-stunda TF2Maps Jam keppninni, þar sem þátttakendur fengu aðeins þrjá daga til að skapa efni tengt leiknum, en keppnin var haldin 13. desember 2024.

Í keppnina bárust alls 390 verk, en 350 þeirra uppfylltu skilyrðin og unnu sér inn sérstaka verðlaunapeninga fyrir þátttöku. Keppnin, sem hefur verið haldin árlega í áraraðir, hefur reynst einstök leið fyrir leikjahönnuði og aðdáendur til að sýna hæfileika sína í kortagerð, listsköpun og öðrum tengdum verkefnum.

Vel heppnuð góðgerðarsöfnun

Ásamt keppninni var einnig haldin góðgerðarsöfnun, þar sem styrktaraðilar og þátttakendur söfnuðu fé fyrir Gamers Outreach Foundation, samtök sem styðja við spilasvæði barna á sjúkrahúsum. Þetta árið var safnað alls 6.892,66 Bandaríkjadölum, sem gerir þessa söfnun að fjórðu stærstu í sögu keppninnar.

Fyrir áhugasama er hægt að skoða á TF2Maps vefsíðunni, þar sem 64 af eftirminnilegustu verkum keppninnar eru kynnt.

Mynd: teamfortress.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Íslenskur strákur hannar TF2 möpp í frístundum

Disguised Enemy Spy (DES) er ...