Heim / PC leikir / Áhugaverð lýsing á Abathur sem m.a. sýkir meðspilara
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Áhugaverð lýsing á Abathur sem m.a. sýkir meðspilara

Abathur | Heroes of the storm

Einn stjórnandi á fb-grúppunni „Íslenskir Heroes of the Storm“ birtir skemmtilegan pistil þar sem hann lýsir Abathur, einni af hetjunum í leiknum.

Hér að neðan er lýsingin:

Nú er komið að því að lýsa einni af þeim hetjum sem telst til nýrrar tegundar flokks. Öll þekkjum við stríðsmanninn eða skriðdrekann, hetjuna sem þolir högginn, eða dráparann, þann sem veitir högginn, og svo stuðningshetjuna, þá hetju sem heldur öllum liðsmönnum sínum uppi. Blizzard kynnir nú til leiks sérfræðinginn (e. specialist). Þetta er ögn öðruvísi form af hetjum. Dæmið í dag er enginn annar en aflið á bakvið þróun Zerg í Starcraft leikjunum, Abathur.

Abathur er gömul lífvera, og hefur lengi þjónað sem „þróunnar meistari“ í herbúðum Zerg, þar sem hann hefur spunnið þræði Zerg DNA og ollið stökkbreytingum og hannað nýja þræði. Þeir sem hafa spilað Starcraft 2, Heart of the Swarm, muna eftir þessum kauða sem talandi myglandi Snickers stykki með engan húmor en með mikla hæfileika.

Abathur hefur tvö sett af eiginleikum, eitt þegar hann er að spila sjálfan sig, og annað þegar hann er inn í annarri hetju. Hann getur því miður ekki valið um hetju hæfileika (e. heroic ability), því hann er bundinn við einn (enn sem vitað er).

Þegar hann er hann sjálfur:

Q takkinn (Symbiote):
Abathur sýkir meðspilara, og skilur sinn eigin líkama eftir, og fær hann nýja eiginleika til að geta aðstoðað í gegnum meðspilarann.

W takkinn (Spawn Tumor):
Þessi eiginleiki getur haldið allt upp í þrjár hleðslur. Abathur getur eytt einni hleðslu til að henda kvikinda æxli (e. Creep Tumor) á jörðina. Ef óvinur labbar yfir æxlið, spryngur það og veldur skaða.

E takkinn (Deep Tunnel):
Abathur grefur sig ofan í jörðina og getur ferðast hvert á kortið sem er þar sem meðspilarar hans hafa sjónar á.

R takkinn (Clone Heroic):
Abathur býr til klón/tvífara af einni hetju sem er með honum í liði sem er undir hans stjórn. Þessi klónn/tvífari hefur aðgang að öllum þeim eiginleikum sem hin upprunalega hetja hafði.

Þegar hann er inn í annarri hetju:

Q takkinn:
Abathur skýtur oddi (e. spine) stuttan spöl á ákveðna átt sem veldur skaða ef hann hittir.

W takkinn:
Abathur þrýstir oddum út úr hetjunni sem veldur skaða í allar áttir.

E takkinn:
Abathur setur upp skjöld utan um þá hetju sem hann er að sýkja.

R takkinn:
Abathur hverfur út úr hetjunni aftur í sinn eigin líkama og gefur honum stjórn yfir sjálfum sér aftur.

Hetju hæfileiki:
Á 20 sekúntna fresti getur hann af sér kvikindi (e. locust) sem fer á braut (e. lane) og berst við allt sem kemur frá óvinum sínum.

Abathur er hetja sem getur gert mikið fyrir lið sitt. Hann mun ekki vera í miðjum vígvellinum, heldur mun hann halda sig í runnunum og þokunni, eða bakvið virkisveggina og þaðan veita aðstoð sína út um allt kortið. Hann mun haldi uppi þrýstingi á brautum þar sem engin hetja er á meðan bardagar geysa annars staðar á kortinu. Sérfræðingurinn verður spennandi nýtt hlutverk sem vert verður að passa sig á!

Þessi pistill var birtur á fb-grúppunni „Íslenskir Heroes of the Storm“ og hvetjum við alla að joina grúppuna til að fylgjast vel með umræðum um leikinn.

 

Mynd: heroesofthestorm.com

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út - Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út – Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og ...