Heimasíðan Nörd Norðursins birtir skemmtilegt og áhugavert viðtal við Daða Einarsson hjá Myrkur Games.
Daði segir frá The Darken, sem er söguríkur ævintýraleikur og getur spilarinn haft áhrif á sögu leiksins með sínum ákvörðunum.
Myrkur Games er með sína eigin aðstöðu fyrir hreyfiföngun (motion capture) eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan. Nú þegar hafa nokkrir leikarar verið ljósmyndaskannaðir sem munu fylla í a.m.k. sjö stærstu hlutverk leiksins, þar á meðal er Karl Ágúst Úlfsson sem fer með hlutverk Abram Finlay sem er einn af meira áberandi aukapersónum leiksins, að því er fram kemur á nordnordursins.is.
Sjón er sögu ríkari:
Mynd: skjáskot úr myndbandi