Myndband sem sýnir Mohammed Fadel Dobbous, írskan ferðamann sem fæddist í Kúveit, slást við hóp tyrkneskra smákaupmanna hefur slegið í gegn á netinu. Dobbous, sem var á ferðalagi í Istanbúl, varð fyrir árás um tólf kaupmanna við ónefnda götu í höfuðborginni. Hann svaraði hetjulega fyrir sig og lét höggin dynja á mönnunum, var hylltur sem hetja á netmiðlum og nú hefur tölvuleikur sem gerður var eftir myndbandinu litið dagsins ljós.
Á vef dv.is sem vekur athygli á leiknum segir að kaupmennirnir réðust að Dobbous eftir að hann hafði fyrir mistök opnað kæliskáp í verslun einni með þeim afleiðingum að nokkrar vatnsflöskur féllu í jörðina. Þeir slóu hann þá með spýtum og stólum en Dobbous varðist hetjulega. Í myndbandinu má meðal annars sjá hvernig hann tekur sólgleraugu af sér til að geta varist betur höggunum og spörkunum.
Ég var ekki hræddur en viðbrögð þeirra komu mér á óvart,
sagði Dobbous í samtali við Daily Mirror. Hann særðist alvarlega í árásinni, höfuðkúpu-, handleggs- og axlarbrotnaði, en fékkst ekki til að fara á sjúkrahús fyrr en eftir að vinir hans höfðu sannfært hann um að leita sér læknisaðstoðar.
Vídeó:
https://www.youtube.com/watch?v=TYd5CYyteUI
Dobbous er nú aðalsöguhetjan í nýjum tölvuleik sem heitir İrlandalı Boksör eða Írski boxarinn. Í leiknum má heyra lagið úr Rocky-myndunum og þar er hægt að spila sem Dobbous þar sem hann slær bókstalega í gegn á götum Istanbú, að því er fram kemur á dv.is.
Tölvuleikinn er hægt að spila með því að smella hér.
Greint frá á dv.is.
Myndir: skjáskot úr myndbandi.