[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Blizzard lenti í DDoS árás – leikir óaðgengilegir í klukkustundir
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Blizzard lenti í DDoS árás – leikir óaðgengilegir í klukkustundir

Activision Blizzard

Nú á dögunum varð leikjaveita Blizzard Entertainment fyrir umfangsmikilli DDoS árás (Distributed Denial of Service) sem truflaði aðgang að Battle.net-kerfinu um heim allan. Árásin hafði áhrif á fjölmarga af vinsælustu leikjum fyrirtækisins, þar á meðal Call of Duty: Black Ops 6, Warzone, Overwatch 2 og Diablo 4.

Í slíkri árás eru netþjónar markvisslega yfirhlaðnir með gerviumferð, sem veldur því að þjónustan hægist verulega eða liggur alveg niðri. Spilarar kvörtuðu yfir alvarlegum tengingarvandamálum, hægagangi í hleðslu og stöðugum truflunum, en sumir náðu engan veginn sambandi við leikina.

Blizzard brást hratt við og hefur nú náð að ráða niðurlögum árásarinnar. Í yfirlýsingu frá Blizzard sem birt var á samfélagsmiðlum og í opinberum tilkynningum kemur fram að þjónustan sé að fullu komin í eðlilegt horf og netþjónar aftur starfhæfir. Fyrirtækið vinnur nú að því að greina árásina nánar og tryggja að sambærileg atvik endurtaki sig ekki.

Athygli vakti að árásin hafði einnig áhrif á spilara í hardcore level í World of Warcraft, þar sem leikmenn hafa aðeins eitt líf og dauði þýðir endanlegt tap á persónunni.  Blizzard hefur ákveðið að koma til móts við spilara sem misstu persónur sínar vegna árásarinnar. Þeir sem eru enn á Hardcore-þjónum munu geta fengið persónur sínar til baka, en það gildir ekki um þá sem höfðu þegar verið fluttir yfir á hefðbundna (PvE) þjóna.

Reynslan frá þessari árás ætti að vera hvatning – ekki aðeins til Blizzard heldur til allrar tæknigreinarinnar – um að efla viðbúnað og vernd netsamfélagsins.

Mynd: blizzard.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Call of Duty: Black Ops 6

Rafíþrótta-goðsagnir Call of Duty – Hverjir eru á toppnum?

Call of Duty hefur verið ...