Helgina 5.–6. apríl fór fram fyrsta opna Íslandsmeistaramót ungmenna í rafíþróttum í Arena við Smáratorg. Mótið, sem haldið var af Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ), bauð ungmennum frá landinu öllu að keppa í leikjum á borð við Fortnite, Valorant, Roblox og Minecraft.
Í Fortnite-keppninni skáru Þorlákur Gottskálk (FH) og Bragi Sigurður (RAFÍK) sig úr. Þorlákur sigraði í einstaklingskeppni yngri flokks og vann einnig tvímenning með Brimi Leó (FH). Bragi sigraði í einstaklingskeppni eldri flokks og vann tvímenning með Alexander Liljar (RAFÍK). Keppnin var jöfn; Bragi hlaut 132 stig gegn 127 stigum Alexanders.
Aðstaðan í Arena var til fyrirmyndar, og mikil áhersla var lögð á jákvæða upplifun keppenda, jafnt í keppni sem og félagslegri samveru. Þrátt fyrir að þetta væri fyrsta mótið sinnar tegundar tókst það með glæsibrag og er nú þegar farið að rjúka upp spennan fyrir næsta viðburð.
„Þetta var algjörlega frábær helgi – og við erum virkilega spennt að fylgjast með þessum krökkum vaxa í rafíþróttum á næstu árum,“
sagði Lars Davíð, markaðsstjóri RÍSÍ eftir mótið.
Nánari umfjöllun og myndir frá mótinu má finna á mbl.is.
Myndir: rafithrottir.is