Heim / Lan-, online mót / Catalyst Gaming komnir í Infantry ladder | Mótherjarnir voru lágkúrulegir og skítlélegir
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Catalyst Gaming komnir í Infantry ladder | Mótherjarnir voru lágkúrulegir og skítlélegir

Skjáskot af leik CG og DDR á clanbase.ggl.com

Battlefield 3 liðið Catalyst Gaming eru nýbúnir með online mótið Spring 2012, en þar lentu þeir í 4. sæti.  CG halda áfram og hafa skráð sig í Infantry ladder á Clanbase og eru þegar búnir að taka þar leik.

Í Infantry laddernum eru ekki notuð nein farartæki nema jeppar og í fyrsta leik sínum kepptu þeir á móti liðinu DDR.

Rústuðum þeim en „töpuðum“ einu roundi af 4, út af því að einn meðlimur í okkar liði var ekki klár á reglunum og að RPG væri bannað.  Skaut hann einu rocketi úr RPG og þeir sáu það í hinu liðinu og kölluðu á forfeit af okkar hálfu útaf því…  hann drap engann eða skaðaði engann með þessu rocket.  Þeir eru lágkúrulegir og voru skítlélegir“, sagði Muffin-King í samtali við eSports.is aðspurður um fyrsta leikinn í Infantry laddernum.

„Flengdum þá í síðasta roundinu, og á tímabili var eins og að spila á public server á móti þeim“, sagði Muffin-King að lokum.

Lineup hjá cG var:

– Pwn1
– d0ct0r_who
– Muffin-K1ng
– O-Alfa-O-
– Grislingur
– KrayZee
– PBAsydney

Næsti leikur er á laugardaginn 7. júlí næstkomandi og það á móti liðinu War Fear.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir - Skráning hafin í næsta Pubg mót - Mótsstjórn greiddi snapster og steypu úr eigin vasa

Skráning hafin í næsta Pubg mót – Mótstjórn greiddi snapster og steypu úr eigin vasa

Búið er að ákveða næsta ...