Heim / Lan-, online mót / CS:GO Warmonkeys komnir í úrslit!
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

CS:GO Warmonkeys komnir í úrslit!

Um helgina var haldinn online qulifier hjá WSG Starladder og einungis voru lið frá Íslandi, Írlandi og Bretlandi boðið að taka þátt. Alls tóku þrjú Íslensk lið þátt NOVA eSports, VECA og Warmonkeys og gekk þeim misvel.

NOVA eSports féllu út í fyrstu umferð á móti Bulldogs 11-16. VECA spiluðu á móti ODIN í fyrsta leik og unnu þá sannfærandi. Í annari umferð fengu þeir EPGG í train og að mínu mati leikur sem þeir áttu að klára. Warmonkeys sýndu það að íslensk lið eiga heima meðal þeirra bestu og unnu þeir IGW, VATIC og Bulldogs. Núna er komið að úrslitum og spila þeir á móti cs 1.6 breskum goðsögnum einsog weberr og Rattlesnk í liðinu FISH4LIFE.

untitled

Warmonkeys lineup:

  • critical
  • kruzer
  • CaPPiNg!
  • ofvirkur
  • allee

Alfreð „allee“ Svansson er stand-in fyrir Pétur „peterr“ Helgason sem er staddur á Krít.

Nú ef Warmonkeys vinna! Þá komast þeir inná qulifier sem er haldinn í Kiev, Úkraínu dagana 6 okt til 9 okt n.k.

Leikurinn byrjar klukkan 13:00 og er hann best of three(bo3), auðvitað munum við gera okkar besta til þess að finna GOTV eða jafnvel reynum við að streama leiknum sjálfir.

ÁFRAM WARMONKEYS ÁFRAM ÍSLAND! HÚH!!

WarMonkeys - Iceland

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...