KSÍ býður til súpufundar um eFótbolta í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli (3. hæð), í dag fimmtudaginn 26. september kl. 12:15.
Á fundinum mun KSÍ kynna fyrirætlanir á sviði eFótbolta og þau verkefni sem eru framundan, m.a. Íslandsmót og þátttöku landsliðs í mótum á vegum UEFA og FIFA, að því er fram kemur á heimasíðu ksi.is. Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) mun kynna sína starfsemi og hvernig samtökin geta aðstoðað félög við uppbyggingu rafíþróttastarfs. Þá mun rafíþróttadeild Fylkis segja frá sinni reynslu af uppbyggingu deildarinnar.
Viðburðurinn er sýndur í beinni útsendingu á Youtube-rás KSÍ.
Mynd: skjáskot úr útsendingu