Undanúrslitin á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í leiknum Overwatch fóru fram í gær. Þar kepptu síðustu þrjú liðin af þeim 49 sem skráðu sig til leiks, en alls tóku 294 þátt. Liðin Einherjar, sem eru ósigraðir á mótinu og inniheldur nokkra svokallaða stórmeistara, og Team Hafficool munu mætast í úrslitum mótsins á laugardaginn. Lostboys endaði í þriðja sæti.
Búið er að spila fleiri en 90 leiki síðan mótið hófst en Einherjar og Team Hafficool hafa aldrei mæst áður. Hafficool, sem er atvinnumaður í Overwatch, hefur verið Team Hafficool innan handar varðandi ráð á mótinu.
Úrslitin munu ráðast á opnum viðburði á UTMessunni á laugardaginn, sem hefst klukkan 13:00. Þá munu gestir geta mætt í Kaldalón og fylgst með úrslitunum í eigin persónu. Einnig er hægt að fylgjast með úrslitunum hér á Twitch síðu Ljósleiðarans. www.twitch.tv/ljosleidarinn
Það eru Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu sem standa að baki Íslandsmótinu í Overwatch og þar sem áætlað heildarverðmæti verðlauna er yfir 1.400.000 krónur.
Hér neðst í fréttinni má sjá undanúrslitaviðureignirnar sem voru spilaðar í gær. Fyrst er þó farið yfir hverjir skipa liðin sem enda í þremur efstu sætunum.
Einherjar
Natanel Demissew – hoppye
Kristófer Númi Valgeirsson – Númi
Jens Pétur Clausen – Clausen
Vigfús Ólafsson – Fúsi
Birkir Grétarsson – BibbiDESTROY
Axel Ómarsson – Aseal
Team Hafficool
Ingi Þór Aðalsteinsson cmd
Axel Ólafsson – Plerfs
Grétar Smári Hilmarsson – Trölladráp
Ingi Páll Óskarsson – Ingi
Símon Alexander Eiríksson – Gálgafrestur
Jón Pétur Rúnarsson – JayyPee
Lostboys
Alexander Salvador – Pisc3s
Björgvin Þorvaldsson – BJ0GGI
Heiðdís Anna – Hjalti
Guðlaugur Daðason – BlackPhillip
Heimir Heimisson – hem
Leó Cogu – DethKeik
Watch live video from ljosleidarinn on www.twitch.tv