Nýjustu fréttir
Heim / Lan-, online mót / Er cG besta BF3 clan á íslandi? Sigurgangan heldur áfram og sigruðu landslið Slóvakíu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Er cG besta BF3 clan á íslandi? Sigurgangan heldur áfram og sigruðu landslið Slóvakíu

Íslenska Battlefield 3 liðið Catalyst Gaming keppti í fyrradag í online mótinu Spring cup 2012, en keppt var í möppunum Noshahr Canals og Damavand Peak við liðið TeamSVK, en fyrir þá sem ekki vita þá er TeamSVK skipað af bestu spilurum Slóvakíu og er meðal annars landslið þeirra í Nation Cup á ClanBase.

Spilað var fyrst mappið Noshahr Canals og úrslitin urðu:

1st Round sem RU: 199 – 0
2nd Round sem US: 0 – 160

„Ég vil lýsa mínu ógeði á þessu mappi og hversu óvenjulegt það er og nokkuð ójafnt stillt upp í liðin hvað varðar farartæki. Þetta var „Win – Lose“ dæmi í báðum roundum“, segir Muffin-K1ng meðlimur í Catalyst Gaming á spjallinu.

Seinna mappið var Damavand og lýsir það sér sem jarðgöng í gegnum fjall, með 3 objectives, eitt á hvorum enda og eitt inn í miðjum göngunum og er ein lítil þyrla og einn tank í hvorum liðum.  Skriðdrekarnir er í miðjunni og þyrlurnar eru annað hvort notaðar sem transport yfir fjallið, eða nuðast í hinni þyrlunni.

„Og aftur var þetta nokkuð tæpt og „Win Lose“ hjá okkur“, segir Muffin-K1ng, en úrslitin urðu:

1st Round sem RU: 108 – 0
2nd Round sem US: 0 – 96

Lokastaðan var:
308-256

„Þetta var rosalegur leikur, allir voru stanslaust á tánum og harkan stoppaði ekki.  Snérist leikurinn mest af öllu bara um að halda 2 Objectives af 3 og láta þá missa sem mest af stigum.  Erum þá komnir í Finals og vonum það besta sem eftir er af“, segir Muffin-K1ng að lokum á spjallinu.

 

Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Call of Duty: Black Ops 6

Cod: black ops 6, Dragon Age á meðal leikja í 51. þætti Leikjavarpsins

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og ...