Heim / PC leikir / eSports.is 5 ára – Til hamingju
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

eSports.is 5 ára – Til hamingju

Merki eSports.is1. febrúar árið 2008 opnaði eSports.is formlega og í dag 1. febrúar 2013 er þá vefurinn orðinn 5 ára.  Það hefur verið mikil breyting á vefnum á þessum árum, en það má segja að vefurinn hefur náð þessum aldri vegna þess að ég aka Chef-Jack hef mikinn áhuga á að skrifa og fjalla um íslenska leikjasamfélag í heild sinni og það meira að segja í öllum leikjum þrátt fyrir að ég sjálfur spila ekki nema örfáa leiki, en þá hef ég alltaf leitast eftir þekkingu á tiltekna leik osfr.

Frá því að eSports.is opnaði þá hafa fjölmargar tölvuleikjaheimasíður verið opnaðar en hafa ekki lifað nema í stuttan tíma og ég held að það sé vegna þess að eigendur á þessum heimasíðum halda að það sé nóg að opna heimasíðu og ráða fullt af fréttamönnum og þeir sjá síðan um rest.  Ég hef ávallt verið á vaktinni hér á eSports.is í gegnum árin og passað upp á heimasíðuna og vera í góðu sambandi við íslenska tölvuleikjasamfélagið, hvort sem það er á Steam, mumble, Team Speak, irc, facebook, twitter ofl. ofl. og ég held að það sé eitt af lykilatriðum að halda út í fréttavef líkt og eSports.is að vera alltaf á vaktinni.

Ég hef hlustað og lesið allar athugasemdir með breytingar á vefnum og sumt sleppi en annað tek ég til greina og framkvæmi þá tillögu.

Hef skrifað tölvuleikjafréttir í 15 ár
Þegar ég fer aðeins að rifja upp hvað lengi ég er búinn að vera skrifa tölvuleikjafréttir, þá er það um 15 ár, en fyrst byrjaði ég hjá öðrum heimasíðum og alltaf horfði ég upp á eigendur á þeim heimasíðum missa áhugann sem að endingu hættu þær heimasíður.  Fyrir um 9 árum síðan þá keypti ég heimasíðu sem hét half-life.is og var með þann vef í um 4 ár og hann þróaðist út í það að skrifa meira um íslenska tölvuleikjasamfélagið í öllum tölvuleikjum sem ekki voru endilega half-life leikir.  Um áramótin 2007/2008 ákvað ég að kaupa eSports.is þar sem ég taldi að það væri rétti vettvangurinn fyrir mig að skrifa tölvuleikjafréttir enda meira svigrúm að skrifa um alla leiki en ekki eingöngu um half-life leiki.  Opnaði síðan eSports.is með pomp og prakt 1. febrúar árið 2008.

eSports er skammstöfun fyrir Electronic sports, sem sér um að vera með fréttaumfjöllun af hinum ýmsu keppnum og leikjum.  Eins og ég kom að hér ofan þá hefur verið mikil breyting á vefnum og mörg hver íslensk samfélög í hinum og þessum leikjum hafa fjarað út, þá hef ég breytt taktík og núna fjallar eSports.is fyrst og fremst um Íslenska leikjasamfélagið, hvort sem það eru keppnir af online eða lanmótum, fréttir af misþekktum íslenskum spilurum, glens og grín, þó aðallega grín og hefur það reynst alveg ágætlega og alltaf eitthvað efni til að skrifa um.

Ég er langt í frá að fara hætta og sé alveg fyrir mér að halda áfram á sömu braut hér á eSports.is um ókomin ár, enda tölvuleikir og íslenska tölvuleikjasamfélagið í heild sinni eitt af mínum áhugamálum.

Fleiri þúsund keppendur í online mótum hér á eSports.is
Í gegnum árin hefur verið mikið af online mótum og keppendur eru fleiri þúsundir og hefur oft á tíðum verið ansi mikið fjör í kringum online mótin, pex og vesen, en sem betur fer er alltaf gaman og challenge að halda online mót.  Frá því að ég keypti eSports.is þá hef á alltaf boðið upp á aðsetur fyrir online mót þar sem mótshaldarar gefst kostur á að fá vefsvæði til að halda online mótin þeim að kostnaðarlausu.

Að lokum
Það er hægt að skrifa ansi langan pistil um það sem eSports.is hefur gengið í gegnum, en ég ætla ekki að þreyta ykkur með því og vil að endingu þakka öllum sem hafa aðstoðað mig með heimasíðuna, skrifað fréttir, stjórnað spjallinu, aðstoðað mig í tæknimálum, og þú lesandi góður að koma í heimsókn og lesa bullið í þeim gamla 🙂

Jæja elskurnar, verið nú dugleg að óska eSports.is til hamingju í comment kerfinu 🙂

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út - Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út – Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og ...