[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Funcom frestar útgáfu Dune: Awakening – ný dagsetning 10. júní 2025
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Funcom frestar útgáfu Dune: Awakening – ný dagsetning 10. júní 2025

Dune: Awakening

Tölvuleikjafyrirtækið Funcom hefur tilkynnt að útgáfu væntanlegs leiks síns, Dune: Awakening, hafi verið frestað til 10. júní 2025. Upphaflega stóð til að gefa leikinn út 20. maí.

Sjá einnig: Ertu tilbúinn fyrir stríðið um kryddið? Dune: Awakening nálgast

Forsala hófst í mars og hefur leikurinn vakið mikla athygli fyrir metnaðarfulla nálgun sína á fjölspilunarleik.

Í yfirlýsingu Funcom, sem nordnordursins.is vakti fyrst athygli á, segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir ítarlega greiningu á viðbrögðum beta-test notenda, fjölmiðla og streymara sem fengu nýverið að prófa fyrstu hluta leiksins í sérstakri kynningarútgáfu. Í ljós hafi komið að með frekari tíma væri hægt að fínpússa leikinn enn frekar og mæta óskum leikjaáhugafólks.

„Við vitum að biðin getur verið krefjandi, en þessar þrjár vikur til viðbótar gefa okkur tækifæri til að bæta leikupplifunina frá fyrsta degi,“

segir í tilkynningu frá þróunarteymi Dune: Awakening. Ásamt nýrri útgáfudagsetningu verður í boði sérstakur forleikur (head start) frá 5. júní fyrir áhugasama.

Funcom tilkynnti jafnframt að haldin verði stór beta-test helgi í maí þar sem fleiri leikmenn fá tækifæri til að prófa leikinn áður en hann kemur formlega út. Nánari upplýsingar um þá prófun verða kynntar síðar.

Dune: Awakening byggir á hinu heimsfræga vísindaskáldsöguverki Frank Herberts, Dune, og lofar að sameina stórbrotna og nýstárlega fjölspilun. Verkefnið er eitt það metnaðarfyllsta í sögu Funcom og felur í sér þróun á tæknilegum og leikrænum lausnum sem sjaldan hafa sést í leikjum á þessu umfangi.

Mynd: duneawakening.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]