Fyrsti leikur íslenska Battlefield 3 landsliðsins verður á sunnudaginn 3. febrúar næstkomandi klukkan 19:30 á íslenskum tíma, en þar keppir það við ungverjaland í NationsCup XVI hjá Clanbase.
Keppt verður í 8vs8 Conquest og spilað verður í Caspian Border og Grand Baazar.
„Lið Ungverja er skipað af einu besta infantry liði heims (ROCK.alienware) þannig Grand Baazar verður gríðarlega erfitt map, en mér skilst þeir hafi ekki eins sterkt „airforce“ þannig við eigum mikla möguleika í Caspian Border. Við verðum bara að vona það besta“, sagði landsliðs captain d0ct0r_who á spjallinu.