Heim / Lan-, online mót / Fyrsti leikur CSS landsliðsins í NationsCup – Vonum bara að Auðunn verði ekki þreyttur
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Fyrsti leikur CSS landsliðsins í NationsCup – Vonum bara að Auðunn verði ekki þreyttur

Á morgun fimmtudaginn 26. janúar mun íslenska Counter Strike:Source landsliðið keppa við Pólland í online mótinu NationsCup XV í mappinu De_Dust2. Leikurinn byrjar klukkan 19°° á íslenskum tíma, en SourceTV verður auglýst nánar hér í fréttinni á morgun.

Fréttamaður eSports.is spurði Kruzer landsliðs captain um leikinn:

Fyrsti leikur íslenska CSS landsliðsins, hvernig leggst það í þig?
Það leggst bara ljómandi vel í mig.

Núna spilið þið við Pólska landsliðið, ertu búinn að ákveða hvernig þið ætlið að taka þann leik?
Við þurfum eiginlega bara svolítið að skoða hvernig þeir spila fyrstu roundin svo vinnum við okkur út frá því.

Hvernig á að æfa fyrir þann leik?
Við erum búnir að vera að renna yfir strött síðustu daga og við munum koma til með að spila slatta fyrir leikinn.

Finnur þú fyrir því að íslenska CSS samfélagið geri miklar kröfur til ykkar?
Það er auðvitað alltaf smá pressa á þeim sem eru að reprisenta ísland og mér finnst alveg sjálfsagt að samfélagið geri smá kröfur til okkar.

Má vænta sigur í leiknum?
Ég er nokkuð sigur viss svo lengi sem að láki verði ekki þunnur og að auðunn verði ekki þreyttur.

Nánari upplýsingar um mótið hér.

Lineup er eftirfarandi:

:is: kruzer
:is: Auddzh
:is: ofvirkur
:is: furious
:is: intrm

Fylgstu með eSports.is á Facebook hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt