Íslenskir Dota 2 spilarar sjá um skemmtilegt twitch stream með íslenskt coverage á stórmótinu The International.
Þetta mót er haldið árlega og er stærsta Dota 2 mót í heimi og hvorki meira né minna en 24 milljónir dala í verðlaunafé. Íslenska streamið hefur gengið mjög vel og er virkilega gaman að fylgjast með.
Í settið koma einnig gestir og lýsa sumum leikjum sem gefur fjölbreytta upplifun á mótinu fyrir áhorfendur.
Hér er linkur á streamið, en leikir spilast oftast seinnipartinn og fram á kvöld.
Twitch.tv: https://www.twitch.tv/island_dota
Fyrir þá sem vilja þá eru hér nokkur skemmtileg VODs sem hægt er að skoða.
Úrslitin í The International verða haldin næstkomandi helgi og mun esports.is fjalla nánar um mótið fram að þeim tíma og í framhaldi verða fleiri fréttir birtar hér tengt Dota 2.
Fylgist einnig með facebook grúppunni Dota 2 á Íslandi hér.
Gummi Ben með beina lýsingu á twitch?
Streamið er í höndum þeirra félaga Flying (Wojtek á steam), Mojsla og TMT 50-0.
„Það sem er í gangi er að Optic Gaming er að spila á móti Virtus Pro, leikurinn er langt kominn og bæði lið eru búinn að fara invis og hópa sig saman og eru að fiska eftir góðu færi á 5v5 bardaga.
Virtus Pro eru einu skrefi á undan, sjá Optic koma og setja niður anti-invis ward og bíða eftir að Optic labbi til sín, og pounce-a svo algjörlega á þá með stórum AOE göldrum þegar þeir koma nógu nálægt og teamwipe-a þá og swinga leiknum þarna í rauninni í sinn hag en þeir höfðu verið undir í killum fyrir þetta. Virtus Pro enda svo á að vinna leikinn.
Svolítið fyndið að Virtus Pro byrjar að spamma voice macros í chatinu eftir teamfightinn til að taunta Optic.“
Sagði íslenski Dota 2 spilarinn Flying í samtali við esports.is, aðspurður um hvað væri að gerast í meðfylgjandi myndbandi og bætir við;
„Þarna er ég að casta með Mojsla sem við höfum verið að djóka með að kalla „pólska Gumma Ben“ því hann er sjúklega hype alltaf þegar hann castar og mikill karakter.“
Hægt er að horfa á lýsinguna sem um ræðir í kringum 00:49:00:
Watch TI8 Liquid – Fnatic íslenska from island_dota on www.twitch.tv
Mynd: skjáskot úr myndbandi