Heim / Lan-, online mót / Haustið að nálgast, þá fer Tuddinn á stjá
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Haustið að nálgast, þá fer Tuddinn á stjá

TuDDinn - Logo

Við minnum á að skráning er í fullum gangi í haustdeild Tuddans, en boðið verður upp á keppni í þremur leikjum að þessu sinni:

  • Counter-Strike: Global Offensive
  • Overwatch
  • Rocket League

Keppnisfyrirkomulag í Counter-Strike: GO mun taka töluverðum stakkaskiptum, sú ákvörðun var tekin að fækka bæði liðum í Úrvalsdeild og fyrstu deild, í Úrvalsdeildinni verða 8 lið og í fyrstu deild 16 lið, að því er fram kemur á 1337.is.

Ef lið óska eftir því að komast í úrvals eða fyrstu deild þá er hægt að sækja um það sérstaklega, og fara þau lið í qualifier til að ákvarða hvert þau fara.

Aðeins 4 lið eiga fast sæti í úrvalsdeildinni en þau eru:

  • VECA
  • warMonkeys
  • almost extreme
  • NoVa

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef mótsins með því að smella hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Íslenska landsliðið í Overwatch

Íslenska Overwatch landsliðið sigraði í Eurocup 2019

Íslenska landsliðið í Overwatch gerði ...