Við minnum á að skráning er í fullum gangi í haustdeild Tuddans, en boðið verður upp á keppni í þremur leikjum að þessu sinni:
- Counter-Strike: Global Offensive
- Overwatch
- Rocket League
Keppnisfyrirkomulag í Counter-Strike: GO mun taka töluverðum stakkaskiptum, sú ákvörðun var tekin að fækka bæði liðum í Úrvalsdeild og fyrstu deild, í Úrvalsdeildinni verða 8 lið og í fyrstu deild 16 lið, að því er fram kemur á 1337.is.
Ef lið óska eftir því að komast í úrvals eða fyrstu deild þá er hægt að sækja um það sérstaklega, og fara þau lið í qualifier til að ákvarða hvert þau fara.
Aðeins 4 lið eiga fast sæti í úrvalsdeildinni en þau eru:
- VECA
- warMonkeys
- almost extreme
- NoVa
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef mótsins með því að smella hér.