Heim / Lan-, online mót / Heldur sigurganga CSS landsliðsins áfram?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Heldur sigurganga CSS landsliðsins áfram?

Á fimmtudaginn 2. febrúar spilar Counter Strike:Source landsliðið sinn annann leik í NationsCup XV klukkan 20:00 cet eða 19:00 á okkar tíma í mappinu inferno.

Núna er það Rússaveldið sem að Íslenska liðið mætir, en Rússneska liðið er ágætt lið og unnu meðal annars gullið í NationsCup XIV í maí í fyrra og hafa spilað saman í langan tíma.

Lineup hjá Rússlandi er:

:ru: fabi (Team leader)
:ru: aBi
:ru: exclusxoxo
:ru: Lk-
:ru: trka

Rússland tapaði reyndar sínum fyrsta leik gegn Svíþjóð 8/16 og verður forvitnilegt hvort að Ísland komi ekki til með að pakka þeim saman.

Íslenska lineup er:

:is: kruzer
:is: Auddzh
:is: ofvirkur
:is: furious
:is: intrm

Við munum hvernig fór þegar Rocky Balboa keppti við Rússland og verður það sama upp á teningnum hjá Íslandi eða eins og Dorrit Moussaieff sagði: „Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi“.

Áfram ísland!!!!

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

CSS landsliðið dottnir úr keppni

Síðastliðnar vikur hefur íslenska Counter ...