Heim / PC leikir / Hetjuklúbburinn fagnar 4 ára afmæli | Prumpandi hundur vakti mismikla lukku
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Hetjuklúbburinn fagnar 4 ára afmæli | Prumpandi hundur vakti mismikla lukku

Hetjuklúbburinn er íslenskt World of Warcraft samfélag, en upphaf guildsins má rekja til vinahóps og háskólanema leika sér í Karazan og drekka bjór. Síðan þá hefur guildið þróast talsvert og er nú eitt elsta ef ekki langlífasta íslenska guildið í World of Warcraft.

Í tilkynningu Hetjuklúbbsins segir meðal annars:

“Nú á dögunum fagnaði Hetjuklúbburinn 4 ára afmæli og sannar sig sem eitt langlífasta og stöðugasta íslendinga guildið í WoW. Í tilefni af því var fagnað á TGI. Guild bank bauð upp á flöskur og mannskapurinn gæddi sér á dýrindis borgurum og rifjum. Gleðskapurinn flutti sig svo út í Hafnarfjörð þar sem horft var á Eurovision, Diablo 3 spilaður á 42″ sjónvarpi.

Alvöru GTA tímataka fór fram með stýri og bensíngjöf. Prumpandi hundur vakti líka mismikla lukku, ásamt mynböndum af aflimun dýra og svo auðvitað smá kelerí upp í sófa eins og oft vill verða á svona djömmum.”

Meðlimir Hetjuklúbbsins eru

Krakir
Neetya
Draner
Cupofjoe
Jokerinn
Feegle
Littlemoe
Capitalist
Sultukebab
Fizzlestick
Gúrkan
Jafed
Coilfanger
Certin

Heimasíða Hetjuklúbbsins: hk.maniac.is

Við hér á eSports.is óskum Hetjuklúbbnum innilega til hamingju með þennann merka áfanga.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers

Solid Clouds býður hluthafa sína ...