Heim / PC leikir / Hollustu maraþon í GW2, hvað er það?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Hollustu maraþon í GW2, hvað er það?

Guild Wars 2 ( GW2 ) kemur út á laugardaginn næstkomandi og það er ekki annað að sjá en fjölmargir íslendingar sem bíða óþreyjufullir eftir honum og það má vænta mikla GW2-spilun nú um helgina.

Verið velkomin í hina síbreytlegu veröld Tyria, en þar stýrir þú sögunni og allt sem þú gerir hefur áhrif á heiminn í kringum þig. Hetjur af mismunandi uppruna þurfa að leggja deilur sínar til hliðar og sameinast gegn Eldar drekunum sem hafa vaknað upp af værum blundi til að rústa öllu, segir í lýsingu á leiknum á heimasíðu sena.is.

Guild Wars 2 setur nýja staðla í gerð netleikja, en hasarinn er meiri en áður hefur þekkst, öflugra bardagakerfi, betri grafík og söguþráður sem er sífellt að breytast og mótast í takt við aðgerðir leikmanna. Upprunalegu Guild Wars leikirnir hafa þegar selst í meira en 7 milljónum eintökum um allan heim og má búast við að Guild Wars 2 gefi þar ekkert eftir.

„Hollustu marathon í GW2 😀 ætla kaupa mér gulrætur, banana, ávexti og drekka vatn 😀 „, Segir einn meðlimur í Íslensku Guild Wars 2 samfélaginu á facebook grúppunni GW2-Íslendingar og skorar á aðra að gera slíkt hið sama.

Mynd: skjáskot tekið af guildwars2.com í dag 23. ágúst 2012 klukkan 14°°.

Texti meðal annars frá sena.is

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

DUO Fortnite Krakkamót

DUO Fortnite Krakkamót

Sunnudaginn 22. desember verður haldið ...