Fimmta mótið í Íslensku PubG deildinni fór fram í gærkvöldi og hófst mótið stundvíslega kl 20:00 og stóð til miðnættis.
Skemmtilegt mót en fullt var á mótið með 18 lið skráð til leiks þar sem eftirfarandi möp voru spiluð: Erangel, Miramar og Taego.
Liðið Hot Drop fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi, en liðið er tiltölulega ný stofnað og eru enn að fínpússast og verður gaman að fylgjast með þessu öfluga liði. Pungarnir, sem hafa haft góða sigurgöngu í mótinu og hafa náð 1. sæti í mótinu í þrjú skipti, þurftu að lúta í lægra haldi og lentu í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Team-Iceland, en þeir hrepptu til að mynda 1. sætið í september sl.
Lineup hjá liðunum í top sætunum voru:
Hot Drop
tveirmetrar
Thorgeir
JellyFizhH
s1nic
Pungarnir
Jengah
maNiiic
iamsyntex
JonCjr
Team-Iceland
Gazzman2k
namano_10
Alb_Mco
Kongurinn8
Bein útsending var á mótinu á twitch rásinni 354 esports en þar sáu þeir félagar snapster og steypa um að lýsa mótinu. Framför hafa verið hjá lýsendum frá fyrri mótum sem eru orðnir sjóaðri og þekkja leikinn betur.
Heildarstigin
Öll liðin
Í verðlaun eru fríir spilatímar hjá Next Level Gaming sem staðsett er í Egilshöll við Fossaleynir 1. Next Level Gaming býður upp á 50 öflugar PC tölvur, bása með sýndarveruleikagleraugum, Playstation/Nintendo aðstöðu, tvö einkaherbergi með PC tölvum sem hægt er að leigja, eitt VIP herbergi með Playstation/Nintendo, bar þar sem viðskiptavinir geta sest niður og spjallað eftir góðan leik.
Hér að neðan eru myndir af drop svæðunum hjá liðunum sem er valfrjálst hjá liðunum: