Það er komið að því, en lanmótið HRingurinn verður haldið dagana 8.-10. ágúst 2014 í Háskólanum í Reykjavík á vegum Tvíundar.
Reikna má fastlega með því að keppt verður í leikjunum League of legends, Starcraft 2, DotA 2 og Counter-Strike: Global Offensive, en þessir leikir voru á lanmótinu í fyrra ásamt lanpartý.
Ýmsar spurningar hafa ávallt vaknað í kringum lanmótin, en hægt er að lesa nánar um spurt og svarað frá því árið 2012 hér sem vænta má að verður einhver breyting á fyrir þetta árið.
eSports.is kemur til með að vera á vaktinni og flytja ykkur fréttir í máli og myndum.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi.