Núna standa yfir heilmiklar breytingar á samskiptasíðunni Hugi.is, en unnið er nú hörðum höndum að endurgera alla síðuna.
„Nýi Hugi verður töluvert frábrugðnari frá því sem nú er enda var enginn steinn óveltur í löngu þróunarferli. Samt er hugsjónin í aðalatriðum áfram óbreytt, við höfum áhugamál, greinar, korkar, myndir og allt það ásamt öllu efninu sem til var“, segir vefstjóri Huga í tilkynningu um það sem vænta má í nýja Huga.
Núna stendur yfir beta prófun og má vænta opnun á nýjum Huga í næstu viku, „Hugi er núna í sögulegu lágmarki“ segir vefstjóri Huga um leið og hann auglýsir eftir virkum stjórnendum á síðuna.
eSports.is hefur rætt við nokkra stjórnendur á íslenskum spjallsíðum og allir hafa sömu sögu að segja en töluverð fækkun hefur verið á heimsóknum og benda allir á hóp/grúppu þróunina á Facebook, þ.e. að fjölmargar íslenskar leikjagrúppur og önnur áhugamál hafa verið stofnaðar.
Mynd: Skjáskot af nýja Huga