Heim / PC leikir / Hvað er að frétta af öðrum Íslenskum tölvuleikjasíðum?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Hvað er að frétta af öðrum Íslenskum tölvuleikjasíðum?

skrifstofa

Hér á eSports.is eru allir vegir færir og það meira að segja í allar áttir, en hér má sjá fréttayfirlit, tenglar ofl. á aðrar heimasíður, aðgengilegar hér á forsíðunni.

Bumbukallinn á psx.is

Tökum hér létta yfirferð það sem birst hefur á öðrum Íslenskum tölvuleikjasíðum síðastliðna daga og byrjum á psx.is, en þar hamrar Bumbuliuz á lyklaborðið eins og enginn sé morgundagurinn.  Finnst hálfskrítið að sjá fréttirnar á psx.is ekki með dagsetningar, en hvað um það.  Gagnrýni á Pro Evolution Soccer 2016 er að finna á psx.is þar sem Bumbukallinn gefur leiknum 8,5 af 10 mögulegum, alveg þokkaleg einkunn þar á ferð.

Íslandsmót í FIFA 16

Íslandsmót í FIFA 16 á Spot í október, en allar upplýsingar er hægt að finna með því að smella hér.

Skáldið á leikjafrettir.is

Daníel á leikjafrettir.is tekur gagnrýni á Heroes of Might and Magic III og gefur leiknum 8 í einkunn, en það er kannski ekkert hægt að marka hans orð, enda segir hann fyrst og fremst vera skáld og er viðkvæmur, en þó lævís á köflum, en engu að síður skemmtileg lesning.

Jósef skrifar nokkur falleg orð á nordnordursins.is

Leikurinn Crookz: The Big Heist fær 3 og hálfa stjörnu af fimm á nordnordursins.is sem btw ég fer reglulega inn á, enda skemmtilegur vefur þó svo hann getur verið ansi ruglandi fyrst.  Það er Jósef Karl Gunnarsson sem skrifar nokkur falleg orð um leikinn sem hægt er að lesa með því að smella hér.

Well, that’s all folks, until next time…

 

Hér á eSports.is eru allir vegir færir og það meira að segja í allar áttir, en hér má sjá fréttayfirlit, tenglar ofl. á aðrar heimasíður, aðgengilegar hér á forsíðunni. Bumbukallinn á psx.is Tökum hér létta yfirferð það sem birst hefur á öðrum Íslenskum tölvuleikjasíðum síðastliðna daga og byrjum á psx.is, en þar hamrar Bumbuliuz á lyklaborðið eins og enginn sé morgundagurinn.  Finnst hálfskrítið að sjá fréttirnar á psx.is ekki með dagsetningar, en hvað um það.  Gagnrýni á Pro Evolution Soccer 2016 er að finna á psx.is þar sem Bumbukallinn gefur leiknum 8,5 af 10 mögulegum, alveg þokkaleg einkunn þar á…

Yfirlit á einkunnagjöf

Þitt álit á fréttinni:

Einkunnagjöf notanda 4.9 ( 1 kjósa)

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt