Heim / HRingurinn / Hvað hefur gerst að undanförnu?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Hvað hefur gerst að undanförnu?

HRingurinn og Tuddinn

Eins og sést á myndinni, þá var þátttaka gríðalega góð á lanmóti HRingsins og Tuddans

Í ágúst var haldið eitt stærsta lanmót á Íslandi en þar höfðu HRingurinn og Tuddinn sameinast og buðu upp á lanmót 11. til 13. ágúst s.l.

Keppt var í CS:GO, Hearthstone, League of Legends, Overwatch og StarCraft II. Þátttaka var mjög góð og mættu tæplega 300 keppendur til leiks og keppt var um verðlaun að verðmæti rúmar 700.000 þúsund. Myndir frá mótinu er hægt að skoða með því að smella hér.

Frá því að fréttaritari eSports.is hóf að skrifa fréttir um eSports mótin hjá íslensku leikjasamfélaginu sem eru orðin ansi mörg ár síðan, þá er mjög áberandi að stjórnendur mótanna eru duglegir að senda út tilkynningarnar um að online og lanmót er framundan. Þegar kemur að því tilkynna úrslit eftir mótin er minna af því og er þetta eitthvað sem að stjórnendur þurfa að huga að og laga.
Engu að síður, þá eiga stjórnendur mótanna hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf í sjálfboðavinnu við undirbúning, framkvæmd mótanna.

King of Nordic hefur verið á sínum stað og þar er fylgt vel eftir, góðar tilkynningar fyrir öll mótin og úrslit kynnt eftir hvert mót, vel gert. Lítið hefur farið fyrir íslenskum liðum í því móti að undanförnu, lítill áhugi á mótinu, tímaleysi? … er ekki gott að vita, en engu að síður skemmtilegt mót sem vert er að fylgjast með.

Gzero hélt lanmót í ágúst í leiknum League of Legends og þar sigraði Helga francis aka ll nero. Mótin eru haldin mánaðarlega og úrslitin úr mótinu þar á undan var eftirfarandi: 1. sæti nimoe – 2. sæti wwaadduupp – 3. sæti Sölvikaaber.

Ég er hér enn ef þú skyldir hafa spáð í því og er ekkert að fara.

Mynd: facebook / Tuddinn

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

HRingurinn: Hér eru sigurvegarar mótanna – Admins… hysjið upp um ykkur brækurnar!

Það voru ekki miklar upplýsingar ...