Muffin-K1ng er 21 árs hardcore Battlefield 3 spilari og hefur spilað leikinn alveg frá því að hann var gefin út, en hann hefur þó hug á því að leita á aðrar slóðir og reyuna fyrir sér í öðrum leikjum.
Muffin-K1ng var í claninu -TEK-, en hefur verið active í claninu Catalyst Gaming [cG], en það clan ætti nú ekki hafa farið framhjá mörgum lesendum eSports.is.
Við fengum Muffin-K1ng til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur:
Hvenær var clanið Catalyst Gaming stofnað?
Þetta er eitthvað eld-gamalt clan sem var tekið aftur saman hvað varðar vinahóp en stækkaði og varð „serious“.
Hver er meðalaldurinn í cG hópnum?
Við erum allir yfir tvítugu allavega.
Æfið þið reglulega?
Við höfum verið frekar slappir við æfingar þegar sumartímabilið byrjaði.
Er clanið í online móti?
Erum að klára Clanbase Spring Cup núna í Battlefield 3. Lentum illa í Semi-Final leik útaf úturbögguðum patch sem var nýkominn út fyrir leik! Eins mikið og ég vill ekki kenna patchinum um, þá er það bara þannig.
Á hvernig vél spilar þú á og tengingu?
Ég spila á Custom AMD/AMD vél og með ADSL tengingu.
Hvernig undirbýrðu þig persónulega fyrir mikilvæga leiki?
Fæ mér eina sígó og þamba svo Mountain Dew, þ.e.a.s. ef leikurinn er super serious. 😛
Ef þú ættir 100 milljónir og mættir bara eyða þeim í tengslum við tölvuleiki, hvað myndir þú gera?
Ég myndi hanna tölvuleik í anda Battlefield. Nema hvað að liðin myndu ekki hafa hugmynd um hvað hitt liðið væri að plana og þyrfti virkilega að fá „intel“ frá óvininum. Hvað varðar þá hvernig eigi að gera áras og hvernig ætti að verja. Mjög skrítin tölvuleikjapæling og ég er ennþá eitthvað að vinna í þessu í hausnum á mér. haha 🙂
Any shoutout?
Shoutout á d0ct0r_wh0 sem er einhverstaðar í útlöndum að taka sér frí frá þessu BF3 rusli sem leikurinn er orðinn núna. Haha.