Heim / Lan-, online mót / Íslandsmót í Team Monobattles á laugardaginn 24. mars
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslandsmót í Team Monobattles á laugardaginn 24. mars

Laugardaginn 24. mars kl 18:00 næstkomandi verður Íslandsmót í Team Monobattles í leiknum StarCraft 2.

„Skráning gengur sæmilega, sjö lið hafa skráð sig. Síðasti séns að skrá sig verður kl 18°° á laugardaginn (24. mars 2012). Ég var að hugsa um að hafa formattið annaðhvort double elimination BO3 eða að láta alla spila við alla BO3 í deild, en þetta fer eftir því hversu margir skrá sig“, sagði Hannes mótshaldari í samtali við eSports.is aðspurður um hvernig gengur með skráninguna og skipulagið á mótinu.

Möppin sem spilað verður eru BX Team Monobattles möppin, t.d. er hægt að leita að „BX Monobattle Extinction“ til að prófa þau/æfa ykkur.

Hittingur er á spjallrás Íslandsmótsins í Team Monobattles „ÍTM“ á laugardaginn!

Þau lið sem skráð eru þegar þessi frétt er skrifuð eru:

1up
nWa
Ótamdir Fákar
wGb
DJ samfallið lunga and The pancake bandits-menn
GEGT1337:* krem
GEGT1337:* brauð

Við minnum á íslenska StarCraft 2 samfélagið á facebook hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...