Heim / PC leikir / Íslendingur stofnar fjölspilunar Esports samtök
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslendingur stofnar fjölspilunar Esports samtök

northern_eagles

Það er nú ekki á hverjum segi sem að samtök í fjölspilunarleiki er stofnað af íslendingi, en margir hverjir þekkja Counter Strike 1.6 spilarann Jolli sem nú stendur í fullum undirbúningi að byggja upp samtök sem kalla sig Northern Eagles.

Jolli er ekki einn sem stofnaði Northern Eagles heldur hefur hann Paulster félaga sinn til halds og traust, en saman stofnuðu þeir samtökin í september síðastliðinn og leita nú af meðlimum eða öllu heldur liðum á háu plani sem stefna á stóru mótin.

Í dag eru Northern Eagles með lið í leikjunum FIFA 13 1on1 og 3on3, Counter-Strike: Global Offensive, Shootmania og vilja bæta við meðlimum/liðum League of Legends, StarCraft II og eru einnig opnir fyrir DOTA 2.

Þar sem Jolli er einna þekktastur sem CS spilari hér á íslandi, þá lá beinast við að spyrja um leikina Counter Strike 1.6 og Counter Strike:Source hvort þeir verða innanborðs hjá Northern Eagles:
„Þar sem cs 1.6 er nú að deyja og CSS líka, þá erum við ekki að leita af liðum þar, þar sem öll lanmót eru farin taka þessa leiki út hjá sér“

En hvað komið þið til með að bjóða high level lið sem vilja sækja um hjá ykkur?
„Get því miður ekki gefið það upp að svo stöddu, en við erum með nokkra bakhjarla hér heima og erlendis sem verða kynntir í byrjun árs 2013“, sagði Jolli að lokum í samtali við eSports.is.

Heimasíða Northern Eagles www.northerneagles.eu

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...