Heim / Lan-, online mót / Íslenska Pubg liðið hreppti 1. sætið
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska Pubg liðið hreppti 1. sætið

Íslenska Pubg liðið hreppti 1. sætið

Fyrsta kort var Miramar.
Skjáskot úr beinu útsendingunni

Í gær fór fram online mót í leiknum PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) hjá íslenska Pubg samfélaginu. 17 lið skráðu sig til leiks sem ætti að teljast gott á sunnudagskvöldi. Sex kort voru spiluð en þau voru 2x Miramar, 2x, Taigo og 2x Erangel og í þessari röð.

Liðin sem kepptu voru eftirfarandi:

354esports
a7x
Barbie
Bird House
Chaos Crew
FresH
NA legends
Nic cage fan club
Old Goats
Oldies
Omni
PNGR
Strike force alpha
Team Iceland
Trúðalestin 1
Úlfr
War Machines

Íslenska Pubg liðið hreppti 1. sætið

Heildarstigin

Íslenska liðið kom, sá og sigraði

Virkilega skemmtilegt mót og þó svo nokkrir hnökrar voru, þá var mótið vel heppnað. Það var frekar ljóst frá byrjun hvaða lið myndu keppa um efstu sætin, en þau voru Team Iceland, Omni, PNGR, Ulfur, Fresh, Oldies, Strike Force Alpha og Old Goats.

Það var svo Team Iceland sem hreppti fyrsta sætið, Omni í annað sætið og PNGR í þriðja sætið.

Bein útsending

Boðið var upp á beina útsendingu frá Next Level Gaming í Egilshöll á twitch 354community rásinni þar sem Steypa og Snapster sáu um að lýsa leikjunum af sinni alkunnu snilld. Draazil sá svo um að stýra observer.

Verðlaun var í boði Next Level Gaming, Suðurtak ehf og 354esports styrktu útsendinguna.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn

Fjórða mótið í Íslensku PubG ...