Heim / Lan-, online mót / Íslenska SC2 samfélagið leitar að lanmót aðstöðu | Allt annað er tilbúið
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska SC2 samfélagið leitar að lanmót aðstöðu | Allt annað er tilbúið

Starcraft 2Undirbúningur fyrir Íslandsmótið í StarCraft 2 er í fullum gangi og eru stjórnendur búnir að ræða við nokkur fyrirtæki sem koma til með að aðstoða þá með mótið.

Það er þó einn hængur á, þ.e. að finna finna húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir 32 spilara, en þeir sem komu einhvern tímann á lanmótið í Kassagerðinni á sínum tíma ættu að vita hvernig húsnæði sem leitað er af.  Áætlað var að halda lanmótið í september en núna er það of lítill fyrirvari, svo stefnan er tekin á ný í október – nóvember.

TurboDrake leitar af admin´s
Einnig er leitað eftir mönnum til þess að halda lanmótið með TurboDrake stjórnanda lanmótsins.

„Nei, erum ennþá að leita, gengur frekar hægt“,

 

… sagði TurboDrake í samtali við eSports.is í dag, aðspurður um hvort búið væri að finna húsnæði og bætir við:

„Við erum raun og veru búnir að undirbúa og ákveða allt fyrirkomulagið á mótinu, búnir að fá Vodafone til þess að hjálpa okkur með netið, router og þess háttar og Sena ætlar að aðstoða okkur svo peningaverðlaunin, það vantar bara rétta húsnæðið“

 

Þeir sem vita um húnæði er bent á að ræða við íslenska SC2 samfélagið á facebook hér.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

DUO Fortnite Krakkamót

DUO Fortnite Krakkamót

Sunnudaginn 22. desember verður haldið ...