Nýjustu fréttir
Heim / Lan-, online mót / Íslenska SC2 samfélagið situr ekki auðum höndum | Annað mót í uppsiglingu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska SC2 samfélagið situr ekki auðum höndum | Annað mót í uppsiglingu

Íslenska SC2 samfélagið er öflugt og active

Íslenska StarCraft 2 samfélagið situr ekki auðum höndum, sem nýbúið er að halda lanmótið Barcraft þar sem GEGTchrobbus sigraði eftir harða baráttu við iMpShake og nú er stefnan tekið á annað mót og það nú um mánaðarmótin júní/júlí.  Mótið kemur til með að heita Castle Cup, en það verður ekki invite mót og gert er ráð fyrir því að leikmenn í liðunum séu í Platinum league eða ofar.

„Við munum örugglega hafa online qualifer á netinu þar sem átta fjögurra manna lið geta skráð sig, svo komast fjögur á Castle Cup mótið sjálft“, sagði TurboDrake einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við eSports.is aðspurður um hvernig fyrirkomulag yrði á mótinu og bætti við:

„Fyrirkomulagið í mótinu er 4vs4 þannig bæði liðin byrja að velja sér einn leikmann sem byrjar að spila og sá sem vinnur heldur velli þangað til annað liðið hefur slegið alla fjóra í hinu liðinu.  Í einu „match-i“ getur það komið fyrir að einn vinnur alla í hinu liðinu og þá fær liðsmennirnir hans ekkert að spila. Þetta eru sömu reglur og í GSTL sem er haldið í Kóreu en þeir eru samt fimm í liði en við erum fjórir“, sagði TurboDrake glettinn en segir að opið er fyrir öll lið að skrá sig á online qualifierinn, en það komast bara fjögur á Castle Cup mótið.

Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Call of Duty: Black Ops 6

Cod: black ops 6, Dragon Age á meðal leikja í 51. þætti Leikjavarpsins

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og ...