Íslensku tölvuleikja spilararnir Jolli, ReaN, clvr, Reynz1 spila núna undir formerkjum þýsku alþjóðlegu samtökin myRevenge í leiknum Counter strike: Global Offensive og eru þar með myR.is, en 5th verður kynntur á næstu dögum.
myRevenge inniheldur fjölmörg lið, til að mynda í leikjunum League of Legends, FIFA, DotA 2 og eru samtökin einnig með kvennadeild í fyrrnefndum leikjum.
Okkur var bent á þegar byrjuðum í ESEA um að joina einhver samtök, þannig að við ákvaðum að tala sjálfir við myR og fengum að komast í prufu og höfum unnið okkur upp með því að komast t.a.m. í playoffs i ESEA, vinna UNGL og Gameface cups, þ.e. að koma með góð results í herbúðir myRevenge.
, sagði Jolli í samtali við eSports.is, aðspurður um hvernig það stóð til að þeir væru komnir í myRevenge.
myR.is keppir nú í online mótunum ESEA og ESL.
Mynd: myrevenge.net