Hingað til hefur íslenska Defense of the Ancients (DotA2) samfélagið ekki verið virkt sem slíkt og nær einungis er spilað mikið af inhouse leikjum. Nú er hinsvegar allt annað upp á teningnum því að online mót er komið á fullt og eru þrettán lið skráð til leiks og eru 5 manns í hverju liði.
Keppnisfyrirkomulagið er að liðin hafa eina viku til að klára eina umferð og eru sjö umferðir sem eiga að klárast 13. október næstkomandi og efstu fjögur liðin í hvorum riðli enda svo í útsláttarkeppni.
Flott framtak hjá strákunum á IS-DOTA og að sjálfsögðu mun eSports.is fylgjast vel með þeim mótinu.
Mynd: isdota.net