Heim / PC leikir / Íslenskur strákur hannar TF2 möpp í frístundum
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenskur strákur hannar TF2 möpp í frístundum

Disguised Enemy Spy (DES) er íslenskur 15 ára strákur og er mikill Team Fortress 2 spilari.  Fréttamaður eSports.is var boðið að spila í nýju mappi ctf_des_pootis sem DES var að hanna fyrir leikinn Team Fortress 2 og leit mappið ansi vel út og lítið sem ekkert bögg í mappinu, en þetta er ekki hans fyrsta mapp sem hann hefur hannað, heldur er það surf_des_easyfun.

DES spilar mest Pyro í TF2 og þar fast á eftir er Medic í uppáhaldi og jú að sjálfsögðu fær snillingurinn Heavy smá spilun hjá DES, en hann hefur náð 271 af 448 Achievements í Team Fortress 2 .

„Ég hef nokkurn áhuga á mapcreation og er ctf_des_pootis eitt aðalmerkið um það, enda hef ég þróað það meir eftir upprunalegu gerðina yfir langan tíma.  Ég er einnig opinn fyrir gerð fleiri mappa, en slíkt tekur sinn tíma. Svo má einnig nefna að Hammer, þ.e. mapmake-ing toolið er af einhverjum ástæðum bilað hjá öllum notendum þess í augnablikinu, og mapmake-ing er ómöguleg á meðan Valve hefur ekki lagað þetta.

Hammer er skemmtilegt tool. Það er flókið fyrst í nokkurn tíma, en þegar þetta er komið er stórkostlegt að skapa svona. Þetta er mjög gott áhugamál fyrir TF2 player eins og mig. Til eru hammer versions eða hægt er að búa til sérstakan code til að það virki að gera möpp fyrir næstum alla leiki sem nota Source, s.s. Half-Life serían, Portal serían, CSS, CS:GO og Day of defeat“, sagði Disguised Enemy Spy í samtali við eSports.is aðspurður um Hammer forritið og áhuga hans á map hönnun.

 

Hægt er að downloada möppunum á eftirfarandi vefslóðum:

ctf_des_pootis (Mælum með þessu mappi)

surf_des_easyfun

Þeir sem hafa áhuga á að komast í samband við Disguised Enemy Spy er bent á Steam prófíl hans hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...