Í byrjun maí hófst online mót hjá íslenska Counter Strike 1.6 samfélaginu og skráning var ágæt eða átta lið eru skráð. Keppnisfyrirkomulagið er að hafa tvo riðla og tvö lið upp úr hvorum riðli, best of 3, en það reynist eitthvað erfiðlega að halda mótinu gangandi því að liðin eru ansi ódugleg að spila sína leiki.
„Ætla ekki að lýsa því yfir að það sé beil á mótinu en ég efast um að allir leikir verði spilaðir“, sagði einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við eSports.is.